Mikill kraftur í framkvæmdum við Borgahellu 8
- Brynjólfur Brynjólfsson

- Oct 14
- 1 min read

Framkvæmdir við Borgahellu 8 eru nú í fullum gangi og hafa farið hratt fram frá því að byggingarleyfi fékkst í lok ágúst.
Um er að ræða 8.400 fermetra atvinnuhúsnæði, og á þessum stutta tíma hefur mikið áunnist:
60% af botnplötunni er nú steypt.
Malbikun á um 1.700 fermetrum er lokið.
Undirbúningur fyrir uppsetningu á stálgrind stendur yfir, og hefst hún innan þriggja vikna.
Stefnt er að því að stálgrindarramminn verði fullsettur fyrir áramót, og að framkvæmdir við samlokueiningar og þak verði þá þegar komnar vel á veg.
Frá því leyfið var veitt hefur verkið þróast hratt og markvisst, og allt bendir til þess að Borgahella 8 verði glæsilegt, nútímalegt og vel skipulagt atvinnuhúsnæði þegar því lýkur.
