Ár frá afhendingu glæsilegs húsnæðis að Borgahellu 27
- Brynjólfur Brynjólfsson

- Oct 17
- 2 min read

Nú er liðið rúmt ár frá því Aros ehf. flutti inn í nýtt skrifstofu- og lagerhúsnæði að Borgahellu 27 í Hafnarfirði. Húsið var hannað og byggt af Eignabyggð ehf. og hefur reynst fyrirtækinu einstaklega vel. Í meðmælabréfi sem Aros sendi fljótlega eftir afhendingu lýsa eigendur fyrirtækisins mikilli ánægju með bæði framkvæmdina og samstarfið.
„Í byrjun árs 2023 ákváðum við eigendur Aros ehf. að ráðast í fjárfestingu á nýju og glæsilegu skrifstofu- og lagerhúsnæði að Borgahellu 27. Þetta var risastórt stökk fyrir fyrirtækið og gríðarlega mikið í húfi að vel tækist til,“ segir í bréfinu sem undirritað er af eigendum fyrirtækisins, Ómari Þór Scheving og Ágústi Ármanni.
Aros ehf. flutti inn í lok árs 2023 og segja eigendurnir að ánægjan hafi verið „ekki aðeins með húsið sjálft heldur allt ferlið í heild“.
„Verkefnið var á öllum stigum einstaklega ánægjulegt, einfalt og þægilegt fyrir okkur sem kaupendur,“ skrifa þeir.
Í bréfinu lýsa þeir einnig samvinnunni við Eignabyggð sem „algjörlega til fyrirmyndar“.
„Við fundum í byrjun Brynjólf Smára, einn eiganda Eignabyggðar, sem reyndist okkur frábær félagi í gegnum allt verkefnið, sem og allt hans starfsfólk og verktakar sem komu að verkefninu og skiluðu af sér fullbúnu og fullkomnu skrifstofu- og vöruhúsi.“
Einnig er lögð áhersla á að þjónusta og viðbragðsflýti hafi verið einstök:
„Það var alveg sama hvenær eða hvern þurfti að ná í út af hundruðum atriða sem þurfti að ræða – alltaf var svarað um leið, komið á staðinn og hlutirnir útskýrðir, lagaðir eða kláraðir.“
Eigendur Aros ehf. gefa Eignabyggð og öllum undirverktökum þeirra sín bestu meðmæli og bæta við:
„Ef okkur lánast að fara í annað sambærilegt verkefni, þá er engin spurning – við myndum velja Eignabyggð aftur og aftur.“
Eignabyggð ehf. þakkar Aros ehf. traustið og samstarfið og lítur stolt til baka á verkefnið sem dæmi um góða samvinnu, fagmennsku og gæði í framkvæmdum.
