top of page

Uppbygging sem skapar virði

  • Writer: Brynjólfur Brynjólfsson
    Brynjólfur Brynjólfsson
  • Oct 21
  • 2 min read

Verkstæði Kletts í Hafnarfirði

Hvernig verður atvinnuhúsnæði til sem bæði þjónar þörfum fyrirtækja og stuðlar að atvinnuuppbyggingu í samfélaginu?Hjá Eignabyggð byrjar hvert verkefni á einfaldri spurningu: Hvernig getum við skapað varanlegt virði bæði fyrir fjárfesta og sveitafélögin?


Hafnarfjörður í miklum vexti

Undanfarin ár hefur Eignabyggð tekið virkan þátt í uppbyggingu atvinnuhúsnæðis í Hafnarfirði. Þar höfum við þegar lokið við 26.312 fermetra af húsnæði og 25.997 fermetrar eru nú í byggingu.Þessi uppbygging hefur haft veruleg jákvæð áhrif á bæinn, hún skapar störf á byggingartíma, styrkir fyrirtækjarekstur á svæðinu og eykur tekjur sveitarfélagsins til framtíðar.

Við sjáum Hafnarfjörð sem eitt áhugaverðasta uppbyggingarsvæði landsins þar sem staðsetning, aðgengi og framtíðarsýn sameinast í góðum skilyrðum fyrir atvinnulíf í vexti.

Höfuðstöðvar Tesla á Íslandi

Frá lóð til líflegs svæðis

Hvert verkefni hefst á greiningu á lóð og svæði, staðsetning, aðkoma, flutningsleiðir og aðgengi fyrir starfsmenn. Við vinnum náið með sveitarfélaginu til að tryggja að verkefnin falli vel að skipulagi bæjarins og styðji við áframhaldandi þróun svæðisins. Markmiðið er alltaf skýrt að byggja húsnæði sem nýtist fyrirtækjum vel og styrkir bæjarfélagið í leiðinni.


Gæði og fagmennska í framkvæmd

Þegar hugmyndin er orðin að samþykktu skipulagi hefst hönnun og framkvæmd. Þar kemur reynsla okkar sterkt inn, við vitum hvað virkar í íslenskum aðstæðum og höfum áralanga þekkingu á því að skila verkefnum innan ramma og á réttum tíma. Við leggjum áherslu á gæði í hverju smáatriði, hvort sem um er að ræða burðarvirki, orkunýtingu eða lóðafrágang.


Framtíðarsýn sem skapar virði

Við lítum á hvert verkefni sem langtíma fjárfestingu. Við viljum að byggingarnar sem við reisum í Hafnarfirði og annars staðar á landinu stuðli að atvinnu, vexti og sjálfbærni bæði fyrir fyrirtæki og samfélagið í kring. Þannig verður hugmynd að húsnæði og húsnæðin að hluta af lifandi og vaxandi bæjarfélagi.


💡 Við hjá Eignabyggð trúum því að góð verkefni verði ekki til fyrir tilviljun heldur með skýrri sýn, samvinnu og ástríðu fyrir uppbyggingu sem skilar raunverulegu virði til fólks og fyrirtækja.

bottom of page